Fréttir og pistlar
- Details
- By Árni Davíðsson
Í tilefni af átakinu Hjólað í vinnuna sem fór fram dagana 9. - 29. maí bauð Dr. Bæk gestum og gangandi við Kjarna, Þverholti 2, uppá aðstoð við standsetningu reiðhjóla. Talsverður erill var hjá Árna Davíðssyni hjólalækni við að aðstoða hjóleigendur við að pumpa í dekk, smyrja keðjur og stilla bremsur og gíra, auk þess að gefa út ástandsvottorð fyrir hjólið. Þjónusta Dr. Bæk var í boði Hjólafærni að þessu sinni.
- Details
- By Árni Davíðsson
Árni Davíðsson frá Hjólafærni hélt fyrirlestur um samgönguhjólreiðar og kynnti stillingu á stelli í kaffiteríu íþróttahallarinnar á Akureyri þann 21. maí, í samvinnu við og í boði ÍSÍ. Fundurinn var haldinn í tilefni af Hjólað í vinnuna. ÍSÍ er þakkað fyrir sitt framlag og einnig Þóru hjá ÍBA og Viðari hjá ÍSÍ á Akureyri.
- Details
- By Árni Davíðsson
Á vordögum 2012 verður Hjólaskóli í boði fyrir nemendur í 4., 5. og 6. bekk, í Háteigs-, Hlíða- og Austurbæjarskóla. Þetta er samvinnuverkefni Hjólafærni, frístundamiðstöðvarinnar Kamps og Tryggingamiðstöðvarinnar. Í hverjum skóla verður boðið upp á tvö námskeið.
- Details
- By Árni Davíðsson
Í vetur verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Hjólafærni og Landssamtök hjólreiðamanna.·Fyrir-hjólari flesta·laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Áætlað er að síðasta ferðin verði í síðasta laugardag í apríl.
- Details
- By Landsbankinn
- Frétt og mynd af vef Landsbankans
Landsbankinn veitir 5 milljónir í umhverfisstyrki
Landsbankinn veitti í byrjun janúar 5 milljónum króna í umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Veittir voru 17 styrkir, þrír að upphæð 500 þúsund krónur hver og fjórtán að fjárhæð 250 þúsund krónur. Ríflega 130 umsóknir bárust.
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Dr. Bæk tók formlega til starfa á þessu vori í Norðlingaskóla að morgni 20. apríl. Hann skoðaði og vottaði ástand um 40 hjóla kennara og nemenda. Allir fengu límmiða eftir skoðun og ástandsvottorð. Það var pumpað í dekkin og keðjan smurð; skoðaðir gírar og yfirfarnar bremsur. Auk þess var bent á það sem var í góðu lagi og annað sem betur má fara.
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Það er sérlega ánægjulegt að segja frá því að þegar er búið að bóka í fjórðung þeirra plássa sem bjóðast í Bláfjöllin í vor. Fréttablaðið skrifaði skemmtilega grein og birti í blaðinu 3. mars þar sem starfsmaður Hjólafærni var nefndur ítrekað á víxl; Stefanía og Sesselja. Það var því ákveðið snarlega að morgni þess 3. að Trek hjólið hefur hér með hlotið nafnið Stefanía - hundurinn á myndinni heitir Snati. Gunnar V. Andrésson er höfundur myndarinnar.
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Og enn eru 600 sæti í boði. Ætlar þinn skóli að hjóla með í Bláfjöll í vor?
Það er frábært ævintýr og skemmtilegt að upplifa hvað borgin okkar býr yfir miklum leyndardómum; meira að segja óbyggðum og þangað hjólum við!! Það er bara gaman - og pínulítið erfitt - en við höfum góðan tíma og það má líka ganga stundum með hjólin sín. Sendu fyrirspurnir á
Síða 4 af 5