Fréttir og pistlar
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Allir í Bláfjöll; grein í Fréttablaðinu
Það er sérlega ánægjulegt að segja frá því að þegar er búið að bóka í fjórðung þeirra plássa sem bjóðast í Bláfjöllin í vor. Fréttablaðið skrifaði skemmtilega grein og birti í blaðinu 3. mars þar sem starfsmaður Hjólafærni var nefndur ítrekað á víxl; Stefanía og Sesselja. Það var því ákveðið snarlega að morgni þess 3. að Trek hjólið hefur hér með hlotið nafnið Stefanía - hundurinn á myndinni heitir Snati. Gunnar V. Andrésson er höfundur myndarinnar.