Allar almenningssamgöngur á eitt kort og vefur

Hjólafærni hefur um árabil gefið út kortið Public Transport, fyrir sumarumferð á landinu í samvinnu við Hugarflug. Þar eru allar almenningssamgöngur innanlands settar saman í beinulínukort, rútur, ferjur og flug. Við hlið kortsins eru allar upplýsingar um þá sem þjóna hverri leið, nöfn fyrirtækjanna, símanúmer hjá þeim og slóð á heimasíður þeirra. Mismunandi litir eru notaðir til þess að greina á milli þjónustuaðilana á kortinu.

Jafnframt hefur vefurinn www.publictransport.is verið opnaður. Þar er kortið gert gagnvirkt og með því að smella á línurnar, númer leiðanna eða áningastaðina, fer notandinn áfram á frekari upplýsingar um það sem beðið er um.
 
Með útgáfunni var brotið blað í miðlun upplýsinga um samgöngutækifæri í landinu og hugmyndum um umhverfisvæna ferðamáta. Kortið nýtur mikilla vinsælda á meðal þeirra sem sinna ferðaþjónustu í landinu. Það er prentað í eigin bæklingi, auk þess sem það er einnig birt í Áningu, Á ferð um Ísland og á hjólakortinu Cycling Iceland. 

Vegagerðin, Ferðamálastofa og þjónustuaðilarnir sem koma við sögu á kortinu hafa allir styrkt þessa vinnu.

Fyrir árið 2018 verður eingöngu prentað vinnukort fyrir upplýsingaþjónustur landsins á A-4, 300 g pappír með íslenska og enska kortinu. Einnig verður til aðeins stærra kort til upphengingar.   Hjólafærni stýrir dreifingu á kortinu. Það má panta í síma 864 2776 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við mælumst til þess að ferðamenn hlaði kortinu niður á sína snjallsíma - hér fyrir neðan eru kortin í pdf á íslensku, ensku og þýsku. Einnig er QR kóði á kortinu. Kortið er prentað í nokkra ferðabæklinga; Áningu og Á ferð um Ísland og vísum við þangað ef fólk vill vera með útprentað eintak við höndina. 
Hér er heildarkortið fyrir árið 2018 í PDF skjali: 

Almenningssamgöngur fyrir 2018 á íslensku

Public transport 2018 á ensku

Public transport 2018 á þýsku

Hér má enn sjá eldri útgáfur af kortinu:

Almenningssamgöngur sumarið 2017 á íslensku

Public transport summer 2017 in English