Hjólavottun - hjolavottun.is

Hjólafærni býður skólum, vinnustöðum og ferðamannastöðum að vinna með þeim vottun um hjólavæni. 

Vinnustaðavottun

Unnið er út frá vottun sem þróuð hefur verið meðal hjólreiðafélaga erlendis, aðlagað íslenskum aðstæðum. Vottunin felur í sér sjálfsmat, unnið af fulltrúa fyrirtækisins á aðstæðum fyrir starfsmenn og gesti og metið hversu hjólavænn vinnustaðurinn er, samkvæmt stöðlum sem Hjólafærni hefur útbúið.

Hjólafærni bendir á lausnir um það sem betur má fara og veitir einnig ráðgjöf um gerð samgöngustefnu og samgöngusamninga. 

Ráðgjafi Hjólafærni gerir reglulega stikkprufur, heimsækir fyrirtækið, skoðar aðstæður og metur hvort sjálfsmat fyrirtækisins standist eigið mat. 

Á síðunni hjolavottun.is er gátlisti til niðurhals og nánari leiðbeiningar um hvernig vottunin fer fram. 

Eins hvetjum við ykkur að senda fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja og ræða málin í s. 864 2776Grunnskólavottun

Ráðgjafar Hjólafærni skoða umhverfi grunnskóla með starfsmönnum skóla eða sveitarfélaga. Aðstaðan fyrir þá sem koma á reiðhjólum er metin og tillögur að hjólahvetjandi umhverfi, verkefni og skipulag lagðar fram. Í tengslum við þessa ráðgjöf bjóðum við einnig endurmenntun fyrir starfsmenn skólans og kennslu fyrir nemendur í Hjólafærni.

Unnið er út frá reynslu og þekkingu starfsmanna Hjólafærni.

 

Hjólavænn ferðamannastaður 

Gistiheimili, tjaldstæði og áningarstaðir ferðamanna geta óskað eftir hjólavænni vottun. Það felur í sér sjálfsmat staðarins eftir matlista sem Hjólafærni lætur viðkomandi í té. Umsagnir gesta og stikkprufur Hjólafærni eiga síðan að tryggja að vottunin sé fullnægjandi.