Námskeið Hjólafærni; hagnýt, fræðandi og skemmtileg
Hjólum og verum klár! Fyrirlestur og grunnviðgerðir.
Námskeiðið hefst á fyrirlestri um samgönguhjólreiðar og eftir hann er farið í hjólaviðgerðir. Hjólafærni leggur til öll verkfæri og búnað fyrir viðgerðakennsluna. Þetta er gjarnan ein kvöldstund með einu nestishléi. Viðgerðaþátturinn er kenndur af tveimur kennurum og miðað er við að hver kennari sé ekki með fleiri en 6 nemendur. Kenndar eru dekkjaviðgerðir og einfalt viðhald á bremsum og gírum. Farið yfir að pumpa í dekk og hvernig á að smyrja og þrífa hjólið. Menn geta komið með eigin hjól og fengið leiðsögn með það. Fara er yfir stillingu hjólsins fyrir hvern og einn.
Námskeiðið tekur alls 4 klukkustundir og hægt að koma með það nánast hvert sem er. Það þarf að vera tölva og skjávarpi þar sem fyrirlesturinn fer fram og svo þarf rúmgott gólfpláss þar sem hægt er að setja upp viðgerðakennsluna. Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi og vinni með sín eigin reiðhjól.
Grunnnámskeið í viðgerðum og viðhaldi. Ítarlegt grunnnámskeið í hjólaviðgerðum.
Á þessu námskeiði er áherslan á ítarlegri grunnviðgerðir og viðhald reiðhjóla. Byrjað er að skoða stillingu á reiðhjólinu fyrir notandann. Stellstærð metin fyrir hann og hnakkur og stýri aðlagað að notandanum. Næst er farið í þrif á hjólinu og það smurt á viðeigandi hátt. Síðan er gert við sprungið dekk. Fram og afturhjól losuð af, dekk tekin af gjörð, gert við sprungna slöngu og allt sett saman aftur.
Því næst eru bremsur lagaðar.Skipt um bremsupúða og bremsupúðarnir stilltir að gjörð. Viðnám í börkum skoðað og hvenær ætti að skipta um vír og barka fyrir bremsur og gíra. Að lokum er farið í galdraverk gíranna. Gírarnir lagaðir og stilltir. Hvenær þarf að stilla gíra? Litið á slit í keðju og krans/kassettu athugað. Hvenær þarf að skipta um keðju og krans/kassettu?
Námskeiðið tekur um 4 tíma og hentar vel frídegi eða eftir vinnudag. Það má halda á vinnustað eða í húsnæði sem Hjólafærni útvegar. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 6 á námskeiði pr. kennara. Gott er ef þátttakendur mæti með og vinni við eigið hjól. Hver nemandi vinnur með reiðhjól og framkvæmir allt sjálfur sem þarf að gera.
Hjólum og njótum á öllum aldri. Upplifðu leyndardóma hjólreiðanna og hjólaðu undir leiðsögn um nærumhverfi þitt.
Tilvalið fyrir minni hópa sem vilja prófa sig áfram á reiðhjólum um nærumhverfi sitt. Kennari Hjólafærni hittir hópinn á fyrirfram ákveðnum stað. Stuttlega farið yfir stillingar á hjólinu, pumpað í dekk og keðjur smurðar. Síðan er hjólað eftir skemmtilegum leiðum og leiðbeint um hjólaumferð á stígum og stöðu reiðhjólsins á götunni.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu á sínum eigin reiðhjólum og klæddir eftir veðri. Námskeiðið tekur rétt um 3 tíma og fjöldi þátttakenda geta verið á bilinu 4 - 10 á hvern kennara.
1 - 2 og læra! 3ja stöðva hraðleiðsögn í hjólaviðgerðum á 2 tímum.
Á þessu hraðnámskeiði fer fram sýnikennsla á þremur stöðvum, 20 mín. á hverri stöð. 1. Gert við sprungið dekk. 2. Skipt um bremsupúða og bremsur stilltar og 3. Gírar stilltir.
Eftir að þátttakendur hafa farið á milli allra stöðvanna fá þeir tækifæri til að koma með sín eigin reiðhjól og fá persónulega leiðsögn um það sem þeir vilja laga á sínum eigin reiðhjólum.
Um námskeiðin
Við leggjum okkur fram um að skapa námskeið sem hentar hverjum og einum. Sendið fyrirspurnir til
Kennarar á námskeiðum Hjólafærni eru:
- Árni Davíðsson
- Sesselja Traustadóttir
- Örlygur Sigurjónsson
- Sólver Sólversson