Liðsmenn Hjólafærni á Íslandi
Andreas Macrender er stórkostlegur rannsakandi og manna fróðastur um almenningssamgöngur á Íslandi, tjaldsvæði og leggur feykilega mikið til í upplýsingaöflunina fyrir Cycling Iceland kortið. Hann fer allra sinna ferða á hjóli, gangandi, í strætó eða með skipum.
Árni Davíðsson er líffræðingur og framhaldsskólakennari. Hann hefur notað reiðhjólið til samgangna á höfuðborgarsvæðinu frá 1987, fyrst á sumrin en seinna jafnt sumar og vetur. Árni notar einnig bíl, strætó og göngu til samgangna. Hann lauk bresku Bikeability námskeiði vorið 2008, sem markaði upphafið að starfi Hjólafærni á Íslandi. Yfir vetrarmánuðina leiðir Árni hjólaferðir frá Hlemmi, sem er samstarfsverkefni LHM og Hjólafærni.
Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda og liðsmaður í Hjólafærni. Hann kemur gjarna með fyrirlestra á vinnustaði.
Darri Mikaelsson er einn af reynslumestu Doktorum Hjólafærni. Hann hefur starfað með okkur frá upphafi.
Haukur Eggertsson er liðtækur Dr. Bæk, með munninn fyrir neðan nefið og hefur hjólað út um allt land og alla Evrópu. Hann býður upp á skemmtilegan ferðafyrirlestur.
Ingi Gunnar Jóhannsson hefur verið samferða Hjólafærni í útgáfunni á Almenningssamgangnakortinu frá upphafi. Það kom fyrst út árið 2013.
Morten Lange er einn af stofnfélögum Hjólafærni á Íslandi. Hann sinnir einkum ráðgjöf fyrir félagið og erlendum samskiptum.
Nina Ivanova er annar höfunda Cycling Icelands kortsins sem Hjólafærni gefur út.
Ómar Smári Kristinsson er höfundur Cycling Iceland kortsins sem Hjólafærni gefur út.
Páll Guðjónsson gætir þess að heimasíður Hjólafærni séu þokkalega starftækar.
Sesselja Traustadóttir framkvæmdastýra Hjólafærni frá stofnun þess, hefur óendanlegan áhuga á samgönguhjólreiðum og virkum samgöngum. Sesselja er handhafi Samgönguviðurkenningar Reykjavíkurborgar árið 2014 fyrir frumkvöðlastarf. Hún hefur á liðnum árum farið um allt land og alla leið til Ástralíu með fyrirlestra, ástandsskoðun Dr. Bæk og kennt hjólviðgerðir á námskeiðum og í skólum.
Vignir Árnason er önnur kynslóð Dr. Bæk, sonur Árna Davíðssonar. Hann veit nákvæmlega hvernig ástandið á að vera á hjólinu þínu.
Örlygur Sigurjónsson er einn af reynslumestu Doktorum Hjólafærni. Hann hefur starfað með okkur frá upphafi.