Hægt er að skrá börnin til þátttöku á þessari rafrænu slóð: Hjólaskólann. Það kostar kr. 1000 að vera með, sem greitt er á fyrsta degi námskeiðsins eða millifært áður en námskeiðið hefst. Það er pláss fyrir 24 börn úr hverjum skóla.
Hlíðaskóli:
1. námskeið; 17., 18. og 20. apríl kl. 14:40-16:00
2. námskeið; 24., 25. og 27. apríl kl. 14:40-16:00
Háteigsskóli:
3. námskeið; 2, 3, og 4. maí kl. 14:40-16:00
4. námskeið; 9., 10. og 11. maí kl. 14:40-16:00
Austurbæjarskóli:
5. námskeið; 15., 16. og 18 maí kl. 14:40-16:00
6. námskeið; 22., 23. og 25. maí kl. 14:40-16:00
Á þessum þrem skiptum verður farið yfir stillingar á hjóli og hjálmi. Æfð hjólatækni með leikjum, hjólað í hóp um hverfið, finnum öruggustu leiðina á Valssvæðið og börnin læra helstu reglur og viðmið í umferðinni. Í síðasta skiptið eru foreldrar sérstaklega velkomnir í hjólferð með börnunum. Börnin verða að koma á hjóli á námskeiðið. TM gefur þátttakendum nýjan hjálm við upphaf námskeiðsins og endurskinsvesti sem verða einkennisföt hópsins.
Allar nánari upplýsingar veita Sesselja í s. 864 2776 og á