Fyrir fundinn var "kaffitjald" fyrir utan frá kl. 4 þar sem gestir gátu hjólað við og fengið kaffi í boði Kaffitárs og Egil kristal sódavatn í boði Ölgerðarinnar.

Aðsóknin var mjög góð á fundinn. Í kringum 40 manns hlýddu á fyrirlesturinn og en fleiri hjóluðu við og þáðu kaffi og vatn fyrir utan í bliðskaparveðri.

Fyrirlesturinn má nálgast hér (pdf skjal 1.9 mb).

Hér má nálgast kynningu á leiðbeiningum LHM fyrir hjólandi á stígum og götum. Hér eru leiðbeiningarnar í pdf skjali.

Hér er svo fræðsla á vef hjolreidar.is:  Fyrir hjólandi  - Fyrir bílstjóra.