Í tilefni af átakinu Hjólað í vinnuna sem fór fram dagana 9. - 29. maí bauð Dr. Bæk gestum og gangandi við Kjarna, Þverholti 2, uppá aðstoð við standsetningu reiðhjóla.  Talsverður erill var hjá Árna Davíðssyni hjólalækni við að aðstoða hjóleigendur við að pumpa í dekk, smyrja keðjur og stilla bremsur og gíra, auk þess að gefa út ástandsvottorð fyrir hjólið. Þjónusta Dr. Bæk var í boði Hjólafærni að þessu sinni.

Á vettvangi naut hjólalæknirinn aðstoðar þessara stúlkna, sem skrifuðu í journalinn meðan hjólin þeirra voru skoðuð.

Frétt um þetta er á vef Mosfellsbæjar.

|