Í ár er áherslan á það sem efst ber á baugi í heimi hjólavísindanna og reynslu þeirra sem hafa eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi. Rannsókn um Hjólreiðar á köldum svæðum er eitt lykilerinda ráðstefnunnar. Þar kemur fram að öflugasti hópur hjólreiðamanna borgarinnar Oulu er á aldrinum 15 – 25 árs og um 30% þeirra hjóla árið um kring allra sinna ferða í allt að -30° frosti. Til samanburðar hefur þessi hópur hjólandi verið nánast ósýnilegur á Íslandi.
Til landsins koma virtir vísindamenn með fyrirlestra, m.a. frá Bretlandi og Finnlandi. Einnig verða innlendar hjólatengdar rannsóknarniðurstöður og rannsóknir kynntar auk þess sem farið verður yfir reynslu einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga af eflingu hjólreiða.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri og Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor HR munu ávarpa ráðstefnuna. Þorsteinn Hermannsson samgönguverkfræðingur, verður fundarstjóri dagsins.
Þetta er önnur ráðstefna Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna sem haldin er í Evrópsku samgönguvikunni. Á síðasta ári héldum við Hjólum til framtíðar og nú er það Hjólum til framtíðar 2012- rannsóknir og reynsla. Á næsta ári, 20. sept. 2013, verður það Hjólum til framtíðar 2013; réttur barna til hjólreiða.
Hjólum til framtíðar 2012; rannsóknir og reynsla, er samvinnu verkefni fjölmargra aðila. Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna skipuleggja ráðstefnuna í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, Landlæknisembættið, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Ferðamálastofu og fleiri góða aðila.
Skráning á ráðstefnuna er hér; Hjólum til framtíðar 2012; skráning. Forskráningu lýkur á miðnætti 19. sept.
Aðgangur að ráðstefnunni er 4.500 kr. og 2.000 kr. fyrir námsmenn. Erindin hennar verða aðgengileg á vef www.lhm.is eftir ráðstefnuna. Ráðstefnan verður einnig í beinni útsendingu á netinu þannig að hún á að vera aðgengileg áhugasömum um víða veröld. Að tengjast netútsendingu: Leiðbeiningar hér.
Allar nánari upplýsingar veitir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi í s. 864 2776,
Dagskrá Hjólum til framtíðar 2012 – rannsóknir og reynsla
9.00 - 9.05 Setning borgarstjóra, Jóns Gnarr.
Hjólaskálin afhent; viðurkenning fyrir framúrskarandi hjólaeflingu.
9.05 – 9.50 Where have we come from? Where are we going to? Academic Cycling Research.
Peter Cox, Senior Lecturer in Sociology at the University of Chester, Great Britain.
9.50 - 10.10 Kaffihlé.
10.10 – 10.30 Mat á gæðum hjólaleiða.
Davíð Arnar Stefánsson, meistaranemi í landafræði við Háskóla Íslands.
10.30 – 10.50 Hjólað til og frá vinnu: Vísindaleg reynslusaga með ögn af tilfinningasemi.
Björn H. Barkarson, umhverfisfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf.
10.50 - 11.10 Hjólað í vinnuna, rannsókn á meðal liðsstjóra keppninnar.
Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
11.10 - 11.30 Hjólað í skólann – rannsókn á reiðhjólanotkun framhaldsskólanema og viðhorfi þeirra til hjólreiða. Bjarney Gunnarsdóttir, íþrótta- og hjólafærnikennari, B.S. í íþrótta- og heilsufræði.
11.30 - 11.50 Áhrif umhverfisupplifunar á samgönguhjólreiðarfólk.
Harpa Stefánsdóttir, arkitekt FAÍ, doktorsnemi i skipulagsfrædi vid Norwegian University of Life Sciences.
11.50 – 12.50 Hádegismatur.
12.50 – 13.00 Ávarp menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur.
13.00 – 13.40 Winter cycling is an option.
Jaakko Ylinampa, Director, Lapland´s Centre for Economic Development, Transport and the Environment.
13.40 - 14.00 Allt á hreyfingu: Hjólreiðar og borgarrými.
Karl Benediktsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
14.00 - 14.20 Hjólastígar Reykjavíkurborgar – samstarf við Vegagerðina.
Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar.
14.20 - 14.35 Samgöngusamningar – er þess virði að láta fjármuni í þetta? Reynslan hjá Matís. Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.
14.35 - 14.50 Kaffihlé
14.50 – 15.30 Pallborðsumræður: Hvernig eflum við hjólarannsóknir? Hreinn Haraldsson Vegamálastjóri, Peter Cox dósent í félagsvísindum við háskólann í Chester, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur og aðjúnkt við HR, Jaakko Ylinampa forstjóri við Lapland´s Centre for Economic Development, Transport and the Environment og Harpa Stefánsdóttir, arkitekt FAÍ, doktorsnemi i skipulagsfrædi.
15:30 - 15:40 Samantekt; Þorsteinn Hermannsson.
15:40 – 15:50 Réttur barna til að hjóla: Sesselja Traustadóttir og Morten Lange kynna ályktun Velo-City Global 2012 og Hjólum til framtíðar 2013 - virðum rétt barna til hjólreiða; á öllum aldri.
15:50 - 16:00 Ráðstefnuslit, Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR.
16:00 - 17:00 Móttaka í Ráðhúsinu.
Fundarstjóri verður Þorsteinn Hermannsson, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti.
Þorsteinn stýrir einnig pallborðsumræðunum.