Mæting er milli 10:00 og 10:15 og er hjólað af stað kl. 10:15.  Hjólaðar eru mismunandi leiðir um borgina og höfuðborgarsvæðið eftir rólegum götum í 1-2 tíma. Markmiðið er að hittast og sjá og læra af öðrum hjólreiðamönnum hversu auðvelt er að hjóla í borginni. Þeir sem vilja geta endað ferðina á kaffihúsi.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Allir sem kunna að hjóla eiga að geta verið með. Meðalhraði fer eftir hægasta manni en ætti oftast að vera á bilinu 10-20 km/klst. Þegar vetrar og dimmir þarf að gera ráð fyrir hlýjum og skjólgóðum fatnaði og að hafa ljós að framan og aftan. Í hálku er öryggi í nagladekkjum á hjólinu. Auðvelt er að taka strætó á Hlemm með hjólið á laugardögum, áætlun strætó er á www.straeto.is .

Fyrirvari er um að menn hjóla á eigin ábyrgð að öllu leyti.

Ef menn vilja bæta öryggi sitt á hjólinu og fá kennslu í samgönguhjólreiðum er hægt að óska eftir kennslu Hjólafærni á öðrum tímum. Kennsla hjólafærni nær allt frá því að læra að hjóla og uppí samgönguhjólreiðar á 3. stigi bresku hjólanámskrárinnar.

Frekari upplýsingar má fá í síma eða í tölvupósti og sömuleiðis má láta vita af þátttöku í laugardagsferð.

Árni Davíðsson
s. 862 9247
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sesselja Traustadóttir
s: 864 2776
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.