Hjólaskóli Dr. Bæk og Víkings er ætlaður börnum á aldrinum 9-12 ára (fædd 2001-2004). Hjólaskólinn verður haldinn dagana 12. – 16. ágúst í Fossvogsdalnum. Mæting er við Víkingsheimilið, Traðarlandi 1.

|

Lesið meira...

Hjólafærni á Íslandi og Hugarflug hafa nú lokið við 1. útgáfu af reiðhjólaþjónustukorti fyrir Ísland með aðgengilegum upplýsingum um reiðhjólaþjónustu og allar almenningssamgöngur á Íslandi. Kortið er gefið út á ensku og hugsað fyrir þá sem kjósa að ferðast hjólandi um Ísland.

|

Lesið meira...

Hjólaskóli Hjólafærni fyrir börn 9–12 ára (fædd 2001–2004).

Hjólafærni á Íslandi stendur fyrir tveimur hjólaskólanámskeiðum í sumar í Laugardalnum. Á námskeiðinu verður farið yfir stillingar á hjóli og hjálmi. Æfð hjólatækni með leikjum og þrautum, hjólað í hóp um hverfið auk þess sem börnin munu læra helstu reglur og viðmið í umferðinni.

|

Lesið meira...

Sannkölluð hjólamenningarveisla verður við Hörpuna á Barnamanningarhátíðinni 23. – 28. apríl 2013. Hjólaratleikur um styttur bæjarins, umferðamerkjarýni, ástandsskoðun Dr. Bæk, hjólaþrautabraut og óskastígurinn verða í boði og unnin á meðan á hátíðinni stendur.

|

Lesið meira...

Launagreiðendur og launþegar geta samið um allt að 7.000 króna skattfrjálsa greiðslu upp í kostnað ef launþegi nýtir almenningssamgöngur eða vistvæna samgöngumáta á borð við að ganga eða hjóla þegar hann ferðast milli heimilis og vinnustaðar eða í þágu launagreiðanda.

Auk þess að stuðla að eigin heilbrigði, er þetta einkar umhverfisvænt, eykur öryggi annarra hjólandi umferðar ef maður hjólar, vænt fyrir pyngjuna og ótrúlega skemmtilegt. Fyrirtæki og stofnanir sem bjóða samgöngusamninga, sýna um leið þakkláta samfélagslega ábyrgð.

Hér eru nokkrir tenglar á frekari upplýsingar um samgöngusamninga og greiðslur.

|

Lesið meira...

Í vetur verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Hjólafærni·og Landssamtök hjólreiðamanna.·Fyrir-hjólari flesta·laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.

Fyrsta ferðin verður farin laugardaginn 29. september og síðan vikulega til 24 nóvember. Engar ferðir verða í desember en fyrsta ferð eftir áramót verður 5. janúar og síðan vikulega til 27. apríl.

|

Lesið meira...

Síða 3 af 5