Hjólaævintýri fjölskyldunnar - hjólaferð

Á upphafsdegi vikunnar, 16. september, fer Hjólafærni ásamt LHM, Landvernd, Fuglavernd, Náttúruskóla Reykjavíkur og Framtíðarlandinu fyrir Hjólaævintýrum fjölskyldunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður hjólað frá þremur upphafsstöðum á milli vatnavinja þar sem áhugasamir fræðimenn segja frá ævintýrum af vatnalífríkjum á svæðinu.

Hjólaævintýrin hefjast kl. 10.30 og þeim lýkur í Árbæjarsafninu kl. 14 Upphafsstaðirnir verða við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, Ástjörn í Hafnarfirði og Álafosskvosina í Mosfellsbæ. Á leiðinni munu bæjarstjórar nokkurra sveitarfélaga setja Evrópsku samgönguvikuna í sínu sveitarfélagi og í Reykjavík mun Karl Sigurðsson setja vikuna við Árbæjarstífluna 13.45. Umhverfisráðuneytið býður svo upp á pönnukökur og hátiðardagskrá í tilefni af degi íslenskrar náttúru.

Hér er kort af leiðinni; Hjólaævintýri fjölskyldunnar og hér er leiðarlýsingin.

 

Dr. Bæk við Árbæjarlaug

Dr. Bæk mun verður við Árbæjarlaugina sunnudaginn 16. september frá kl. 14 – 18 og býður hjólandi gestum upp á fría ástandsskoðun á reiðhjólunum sínum. Frábært tækifæri sem vert er að smella sér á.

 

Hjólað í skólann

Allir nemendur og starfsmenn framhaldsskóla og háskóla eru hvattir til að Hjóla í skólann 18. september. Þetta er fyrsti áfanginn í miklu stærra verkefni sem Hjólafærni hefur hvatt til að verði að veruleika í íslenskum skólum. Heilsueflandi framhaldsskóli miðlar upplýsingum til framhaldsskólanna. Þátttakendur eru hvattir til þess að skila inn myndum eða sögur af hjólareynslu sinni. Sá skóli sem sendir inn skemmtilegustu myndina eða söguna frá deginum fær 50.000 kr. verðlaunafé til að efla hjólreiðamenningu skólans! Sendið efnið á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir lok dags laugardaginn 22. sept.  Á Fésbókinni má svo finna síðurnar Samgönguviku, Hjólað í skólann – framhaldsskólarnir keppa og Á réttri leið – svona ferðast ég.

 

Ráðstefnan - Hjólum til framtíðar 2012

Ráðstefnan Hjólum til framtíðar 2012; rannsóknir og reynsla verður í Iðnó föstudaginn 21. september frá kl. 9 – 17. Borgarstjórinn setur ráðstefnuna og vísindamenn frá Bretlandi, Íslandi og Finnlandi segja frá sínum rannsóknum og því helsta sem er á döfinni í heimi hjólavísindanna. Einnig mun heimur hjólamenningar á Íslandi verða kynnt með erindum og kynningarspjöldum.
Hjólum til framtíðar 2012 er samvinnuverkefni Hjólafærni á Íslandi, LHM, Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar, HÍ, HR, Ferðamálastofu, Landlæknis og fleiri góðra aðila. Ráðstefnan verður send út á netinu fyrir þá sem ekki eiga heimangegnt og jafnframt verða erindin aðgengileg á vef HFÍ og LHM eftir ráðstefnuna. Skráning á ráðstefnuna er opin til miðnættis 19. september.