Fréttir og pistlar
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Haustið 2008 var fyrsta Hjólafærninámskeiðið á Íslandi haldið. Nemendum í 6. og 7. bekk Álftamýrarskóla boðið að taka þátt. Námskeiðið var hluti af þróunarverkefni við skólann; Hjólafærni - hjólum og verum klár í umferðinni. Öllum nemendum bekkjanna var boðin þátttaka og var námskeiðið kennt á skólatíma. Rúmlega 50% nemenda skráðu sig til leiks í samvinnu við heimili barnanna.
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Á vordögum 2008 voru fyrstu skref Hjólafærni á Íslandi að mótast.Verkefnastjórn hafði myndast í kringum verkefni og fyrsti sýnileiki þess sem var að fæðast, kom fram á sýningunni Vistvænn lífsstíll í Perlunni. Landssamtök hjólreiðamanna og Íslenski fjallahjólaklúbburinn voru með bás á sýningunni undir slagorðinu Hjólreiðar lengja lífið.
Fjölmargir gestir lögðu leið sína í básinn til okkar og þeirra á meðal var fyrrverandi forseti lýðveldisins frú Vigdís Finnbogadóttir og fyrrverandi iðnaðarráðherra Hjörleifur Guttormsson.
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness var handhafi Samgöngublómsins 2008 - 2009. Á lokadegi Samgönguvikunnar 2009 fór Hjólafærni á Íslandi og Dofri Hermannsson fyrir - hugsanlega - stærstu hjólalest sem ferðast hefur um í sögu lýðveldisins. Rúmlega 500 nemendur og kennarar úr öllum grunnskólum Grafarvogs voru með. Það var hjólað frá Hamraskóla að Foldaskóla og áfram á milli allra skólanna. Að lokum var hjólað eftir Strandstígnum og efst á Hallsteinshöfðanum tók Sorpa á móti öllum hópnum af miklum rausnarbrag og bauð upp á Svala í góða veðrinu. Síðan var haldið áfram og nemendum ásamt kennurum öllum skilað heim til síns skóla.
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Varðliðar Umhverfisráðuneytisins 2009 voru krakkarnir í Hjólarí Unnar Sólrúnar í Snælandsskóla. Þau fengu í viðurkenningarskyni frá ráðuneytinu fyrir sitt frábæra starf, hjólaferð um Vatnsmýrina. Hjólafærni á Íslandi skipulagði ferðina í samvinnu við Snælandsskóla, Landvernd, Umhverfisráðuneytið og Náttúruskólann.
Farið var um Fossvogsdalinn og heilsað upp á Pétur Þór hjólakappa í félagsaðstöðu HFR í Nauthólsvík. Hann sýndi hópnum nýja 6 kg keppnishjólið sitt og sagði frá starfi félagsins. Frá Nauthólsvíkinni var farið eftir ströndinni hringinn í kringum flugvöllinn og næsta áning var á tröppum Norræna hússins þar sem Pia safnkennari tók á móti okkur. Hún sagði okkur frá húsinu, umhverfi þess og gekk með okkur hringinn í kringum þetta fallega hús. Frá Norræna húsinu var svo hjólað eftir Hringbrautinni og endað í Keiluhöllinni. Þar var leikið á 5 brautum og boðið í pizzur og gos. Ferðin var alveg sérstaklega vel heppnuð og skemmtileg í alla staði.
Síða 5 af 5