Fréttir og pistlar
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Varðliðar Umhverfisráðuneytisins 2009
Varðliðar Umhverfisráðuneytisins 2009 voru krakkarnir í Hjólarí Unnar Sólrúnar í Snælandsskóla. Þau fengu í viðurkenningarskyni frá ráðuneytinu fyrir sitt frábæra starf, hjólaferð um Vatnsmýrina. Hjólafærni á Íslandi skipulagði ferðina í samvinnu við Snælandsskóla, Landvernd, Umhverfisráðuneytið og Náttúruskólann.
Farið var um Fossvogsdalinn og heilsað upp á Pétur Þór hjólakappa í félagsaðstöðu HFR í Nauthólsvík. Hann sýndi hópnum nýja 6 kg keppnishjólið sitt og sagði frá starfi félagsins. Frá Nauthólsvíkinni var farið eftir ströndinni hringinn í kringum flugvöllinn og næsta áning var á tröppum Norræna hússins þar sem Pia safnkennari tók á móti okkur. Hún sagði okkur frá húsinu, umhverfi þess og gekk með okkur hringinn í kringum þetta fallega hús. Frá Norræna húsinu var svo hjólað eftir Hringbrautinni og endað í Keiluhöllinni. Þar var leikið á 5 brautum og boðið í pizzur og gos. Ferðin var alveg sérstaklega vel heppnuð og skemmtileg í alla staði.