Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness var handhafi Samgöngublómsins 2008 - 2009. Á lokadegi Samgönguvikunnar 2009 fór Hjólafærni á Íslandi og Dofri Hermannsson fyrir - hugsanlega - stærstu hjólalest sem ferðast hefur um í sögu lýðveldisins. Rúmlega 500 nemendur og kennarar úr öllum grunnskólum Grafarvogs voru með. Það var hjólað frá Hamraskóla að Foldaskóla og áfram á milli allra skólanna. Að lokum var hjólað eftir Strandstígnum og efst á Hallsteinshöfðanum tók Sorpa á móti öllum hópnum af miklum rausnarbrag og bauð upp á Svala í góða veðrinu. Síðan var haldið áfram og nemendum ásamt kennurum öllum skilað heim til síns skóla.

|