HjólafærniHaustið 2008 var fyrsta Hjólafærni­nám­skeiðið á Íslandi haldið. Nemendum í 6. og 7. bekk Álftamýrarskóla boðið að taka þátt. Námskeiðið var hluti af þróunarverkefni við skólann; Hjólafærni - hjólum og verum klár í umferðinni. Öllum nemendum bekkjanna var boðin þátttaka og var námskeiðið kennt á skólatíma. Rúmlega 50% nemenda skráðu sig til leiks í samvinnu við heimili barnanna.

Hámarksfjöldi þátttakenda í hverjum hóp í Hjólafærni miðast við sex nemendur og voru því fimm hópar, sem hentaði einkar vel í þróunarkennsluna. Kennd voru fyrstu tvö stig Hjólafærninnar og útskrifuðust 22 nemendur með formlegri athöfn á Evrópska umferðaröryggisdeginum 13. október 2008, sem var einmitt tileinkaður öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Vorið 2009 var öllum nemendum í 4. og 5. bekk Álftamýrarskóla boðið að taka þátt í Hjólafærninámskeiði og þáðu yfir 75% nemenda boðið. Eins var foreldrum boðið á sérstakt foreldranámskeið sem og einum hóp úr 8. bekk skólans.

Viðhorfskönnun á meðal foreldra að loknum námskeiðunum vorið 2009, endurspeglaði gríðarlega almenna ánægju með námsframboðið.

|