Fréttir og pistlar
- Details
- By Sesselja Traustadóttir
Reykjavík er frábær hjólaborg. Það er svo gott að fara á milli staða á hjólinu og vita að maður leggur alltaf ökutækinu rétt upp við innganginn. Aldrei að eyða tíma í umferðaröngþveiti eða í leit að stæði, laus við að menga og uppfylli í leiðinni hreyfiviðmið landlæknis. Við sem lítið nennum að hreyfa okkur getum varla slegið fleiri flugur í einu höggi. Þurfum eiginlega ekki að fara í ræktina, bara smá út að hjóla.
- Details
- By Árni Davíðsson
Hjólafærni á Íslandi og Hugarflug hafa nú lokið við 2. útgáfu af korti með aðgengilegum upplýsingum um allar almenningssamgöngur á Íslandi. Kortið er gefið út á ensku og meðal annars hugsað fyrir þá sem kjósa að ferðast hjólandi um Ísland.
- Details
- By Árni Davíðsson
Hjólaskóli Hjólafærni og Dr. Bæk verður með þrjú námskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 9 – 12 ára (fædd 2002-2005).
Markmið hjólaskólans er að efla öryggi og færni barna á hjólinu. Farið verður yfir stillingar á hjóli og hjálmi. Æfð hjólatækni með leikjum og þrautum, hjólað í hóp um hverfið auk þess sem börnin munu læra helstu reglur og viðmið í umferðinni.
- Details
- By Árni Davíðsson
Hjólafærni verður með kennara á þemadögum Háskóla Íslands þann 12. júni 2014. Hér að neðan er kynning á þemadögum um hjólreiðar og vísindi.
Hjólaakademían – þemadagur um hjólreiðar og vísindi
Það er gaman að hjóla! Þetta vita auðvitað flestir krakkar. En er hægt að rannsaka reiðhjól og hjólreiðar með aðferðum vísindanna?
- Details
- By Árni Davíðsson
Hjólafærni býður nú aukið framboð af fyrirlestrum og fyrirlesararnir eru fleiri.
Boðið er upp á ýmiskonar erindi. Meðal annars um hjólaferðalög innanlands sem utan, heilsuáhrif hjólreiða, sjónarhorn verkfræðings og móður sem hjólar, lagaramma hjólreiða auk hins sívinsæla erindis um samgönguhjólreiðar.
- Details
- By Árni Davíðsson
Þriðja ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar verður haldinn í Iðnó í Samgönguviku, föstudaginn 20. september. Sú fyrsta var haldin í samgönguviku 2011 og önnur í samgönguviku 2012.
Í þetta sinn er undirtitill ráðstefnunnar "Réttur barna til hjólreiða".
- Details
- By Árni Davíðsson
Hjólum í skólann er verkefni sem Hjólafærni kom á laggirnar 2013. Í byrjun var góð þátttaka á meðal framhaldsskóla í landinu. Svo bara lognaðist það út af árið 2018. Ef einhver er áhugasamur um að blása lífi í verkefnið - hvetjum við þann sama að senda línu á
- Details
- By Árni Davíðsson
Hjóladagur í Breiðholti verður haldinn laugardaginn 7. september nk. Fólk á öllum aldri er hvatt til að fjölmenna í Breiðholtið með hjólhesta sína og eiga góðan dag. Það eru Íbúasamtökin Betra Breiðholt sem standa fyrir viðburðinum.
Síða 2 af 5