Dagskráin hefst við Breiðholtslaug kl. 10:00, en þar verður Dr. Bæk frá Hjólafærni með ókeypis hjólaskoðun fyrir alla sem vilja. Að auki býður Breiðholtslaug öllum ókeypis í sund milli kl. 10:00 og 12:00. Kl. 12:00 verður farið í hjólaferð frá Breiðholtslaug áleiðis í Seljahverfi, umhverfis það og endað í Mjódd. Kl. 13:00 hefst síðan dagskrá í Mjódd þar sem Hjartaheill býður upp á ókeypis blóðþrýstingsmælingu, Íslandsbanki gefur öllum gestum endurskinsmerki, hressing í boði Nettó, Dr. Bæk skoðar hjól, hinn frábæri tónlistarmaður Svavar Knútur tekur lagið o.fl.

Allir sem hafa áhuga á hjólreiðum, útivist, góðri tónlist, almennri gleði, góðri heilsu, lífi og fjöri eru hvattir til að mæta á Hjóladaginn í Breiðholti!

Nánari frétt hér.

DrB breidholti 7sept2013