Markmið hjólaskólans er að efla öryggi og færni barna á hjólinu. Farið verður yfir stillingar á hjóli og hjálmi. Æfð hjólatækni með leikjum og þrautum, hjólað í hóp um hverfið auk þess sem börnin munu læra helstu reglur og viðmið í umferðinni. Námskeiðið er hálfur dagur frá kl. 12:30 til kl. 15:30 fyrir utan einn heilan dag sem er frá kl. 10:00 til kl. 16:00. Þá verður farið í lengri hjólaferð um borgina og boðið upp á pylsur og safa. Langa hjólreiðaferðin verður annaðhvort farin fimmtudaginn 15. ágúst eða föstudaginn 16. ágúst en það mun ráðast af veðurspánni.
Börnin þurfa að vera klædd eftir veðri.
Létt nesti þarf alla dagana.
Boðið verður upp á grillveislu í löngu hjólaferðinni.
Skylda er að vera með hjálm.
Umsjón með hjólaskólanum hafa grunnskólakennararnir Bjarney Gunnarsdóttir og Sesselja Traustadóttir. Þær hafa einnig lokið kennaranámskeiði í Hjólafærni.
Verð: 14.500 krónur, 15% systkinaafsláttur.
Skráning í Hjólaskóla Hjólafærni
Nánari upplýsingar á