Þriðja ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar verður haldinn í Iðnó í Samgönguviku, föstudaginn 20. september. Sú fyrsta var haldin í samgönguviku 2011 og önnur í samgönguviku 2012.

Í þetta sinn er undirtitill ráðstefnunnar "Réttur barna til hjólreiða".

Áhersla ráðstefnunnar er á hvers vegna og hvernig best sé að styðja við hjólreiðar barna og ungmenna og reynslu af notkun reiðhjólsins í skóla- og frístundastarfi.

Að venju er ráðstefnan með vandaða dagskrá og fjölbreytta viðburði sem tengjast henni. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráning er hér.

Facebook síða ráðstefnunnar er hér.

|