Hjólaskóli Hjólafærni fyrir börn 9–12 ára (fædd 2001–2004).

Hjólafærni á Íslandi stendur fyrir tveimur hjólaskólanámskeiðum í sumar í Laugardalnum. Á námskeiðinu verður farið yfir stillingar á hjóli og hjálmi. Æfð hjólatækni með leikjum og þrautum, hjólað í hóp um hverfið auk þess sem börnin munu læra helstu reglur og viðmið í umferðinni.

Námskeiðið er hálfur dagur eða þrír klukkutímar fyrir utan einn dag sem er sex klukkutímar. Þá verður farið í lengri hjólaferð um borgina og boðið verður upp á pylsur og safa. Það mun ráðast af veðurspá hvenær langa hjólaferðin verður. Hún mun þó alltaf fara fram á seinni hluta námskeiðs.   

Börnin þurfa að vera klædd eftir veðri.
Létt nesti þarf alla dagana.
Boðið verður upp á grillveislu í löngu hjólaferðinni.
Skylda er að vera með hjálm.

Umsjón með námskeiðinu hafa menntaðir kennarar sem hafa lokið kennaranámskeiði í Hjólafærni.

Námskeið: Dagana 24.–28. júní (5 dagar) kl. 13–16. Verð 18.000 krónur.

Skráning í Hjólaskóla Hjólafærni

Nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 864 2776

Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða skráningu. Millifærið 5.000 kr. í heimabanka; kt. 440411-2310, reikn. 1110-26-004404 og setjið nafn hjólreiðamannsins í skýringu. Sendið kvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

|