Þetta er krafa um samvinnu í umferð. Ökumenn annarra ökutækja fyrir aftan mig, bera þá ábyrgð að fara ekki fram úr mér á þessum tímapunkti. Þeir þurfa að hægja á bílnum sem þeir keyra og taka tillit til mín.
Ekki gera eins og konan gerði í síðustu viku. Ekki fara fram úr mér vinstra megin á þessum tímapunkti.
Áður en ég beygi, set ég báðar hendur á stýrið til að tryggja góða stjórn á reiðhjólinu í beygjunni.
Við eigum táknmál í umferðinni. Á reiðhjóli nota ég vinstri hendina beint út ef ég ætla að beygja til vinstri og ef ég ætla að stoppa, rétti ég vinstri hendina upp. Þegar ég hjóla í hóp, veifa ég vinstri hendinni aftur fyrir mig ef samferðamenn mínir ættu að færa sig til hægri og eins get ég rétt út handlegginn og myndað hringi með höndinni til að vara við hættu á stíg.
Ég forðast að gefa merki ef ég ætla að beygja til hægri á götu. Fer bara í ríkjandi stöðu og rúlla svo til hægri og þaðan í víkjandi stöðu. Ökuþórinn kemur á eftir mér. Ég er örugg og umferðin heldur greiðlega áfram.
Ekkert mál. Lestu mig í umferðinni. Vinstri hendin út. Samvinnu. Takk!
- Greinin birtist upphaflega í Reykjavík vikublað á vordögum 2015.