Hér undir fer allt tengt þessum vef. Category er notað fyrir undirflokka - pg

Ýmsar fréttir úr starfsemi Hjólafærni Íslandi.

Fréttir úr starfsemi Hjólafærni á Íslandi og öðru tengdu.

akranesthumbVið ættum öll að hreyfa okkur daglega. Menn tala um að eðlileg hreyfing fyrir hrausta manneskju sé á við 10.000 skref. Það eru rétt um 7 km í göngu innanbæjar. Með því að ganga eða hjóla í korter tvisvar sinnum á dag erum við að hreyfa okkur eins og Embætti landlæknis leggur áherslu á - sem lágmarkshreyfing dags daglega. 

Heimasíðan www.bikecitizens.net er bráðskemmtileg til að finna hjólaleiðir og segja til um tímann sem tekur okkur að hjóla. Hér er hlekkur sem færir þig beint á aðstæður í Reykjavík

Hjólafærni vill gjarnan að íbúar á hverjum stað vinni að framgangi hjólreiða hjá sér. Eitt af því sem hægt er að sýna er hvað fjarlægðir eru í raun og veru stuttar í borgum og bæjum landsins og að það tekur ekki langan tíma að hjóla sinna ferða.

Hér að neðan eru "korterskort" eða "6 mínutna kort" af nokkrum sveitarfélögum landsins. Þau sýna þann geisla eða radíus sem má hjóla út frá miðju á 6 eða 15 mínútum á hverjum stað. Þessi kort mega allir hagnýta sér en geta þarf heimildar.

Til að vista skal hægri smella á mynd og velja "vista mynd sem" eða "save picture as" og velja stað til að vista myndina.

Kortin eru frá Samsýn af vef Ja.is og eru birt með góðfúslegu leyfi þeirra.

Samsýn logo