Hjólafærni Hjólafærni
  • Forsíða
  • Þjónusta
    • Dr. BÆK
    • Fyrirlestrar
    • Námskeið
    • Ráðgjöf og vottun
    • Verð þjónustu
  • Hvatning
    • Korterskort og staðarkort
    • Hjólum í skólann
    • Cycling Iceland
    • Public transport
  • Um Hjólafærni á Íslandi
    • Fréttir og pistlar
    • Starfsfólk
    • Stuðningsaðilar
  • Ráðstefnur
Hjólafærni Hjólafærni
  • Forsíða
  • Þjónusta
    • Dr. BÆK
    • Fyrirlestrar
    • Námskeið
    • Ráðgjöf og vottun
    • Verð þjónustu
  • Hvatning
    • Korterskort og staðarkort
    • Hjólum í skólann
    • Cycling Iceland
    • Public transport
  • Um Hjólafærni á Íslandi
    • Fréttir og pistlar
    • Starfsfólk
    • Stuðningsaðilar
  • Ráðstefnur

Stigin þrjú; byrjendur - lengra komnir - fullgildur!

 

Stig 1:
Grunnstig fyrir byrjendur á öllum aldri. Á þessu stigi er miðað við að þátttakendur kynnist hjólinu, þekki stillingar hjólsins og öryggisbúnað. Auk þess er gert ráð fyrir að þeir nái lágmarkshæfni í hjólreiðum svo sem að nota gíra rétt, geti stjórnað hjólinu af öryggi, geti litið í kringum sig, sleppt stýrinu með annarri hendi og gefið merki um beygju. Kennsla fer fram fjarri umferð og er fyrsta stigið undirbúningur áður en farið er út í umferðina.

 

Stig 2:
Byrjunarstig þar sem farið er yfir hvernig hjóla eigi í umferðinni. Þetta stig er fyrir alla sem hafa náð tilskyldum árangri á fyrsta stigi. Lágmarksaldur fyrir þátttöku á öðru stigi er 8 ára. Á stigi tvö er lögð áhersla á lykilatriði eins og að líta í kringum sig og athuga með umferð. Farið er yfir örugga stöðu hjólreiðamannsins á götunni. Kennt er hvernig byrja og enda eigi ferð og hvenær eigi að gefa merki til ökumanna í kring. Kennsla fer fram á rólegum umferðargötum.

 

Stig 3:
Lokastig hjólafærninnar sem felur í sér lengri hjólaferðir á stærri umferðargötum. Stig þrjú er einungis ætlað þeim sem hafa lokið stigi tvö, eru 12 ára og eldri og hafa öðlast reynslu og hæfni til að hjóla í umferðinni. Nauðsynlegt er að þekkja þær hættur sem eru í umferðinni og geta brugðist við þeim. Sá sem hefur lokið stigi þrjú telst vera fullgildur þátttakandi í umferðinni.

Skoðaðu líka:

  • Dr. BÆK
  • Fyrirlestrar
  • Námskeið
  • Ráðgjöf og vottun
  • Verð þjónustu

Fréttir af starfseminni

  • Hversu hjólafært er þitt nágrenni?
    Hversu hjólafært er þitt nágrenni?
    Fréttir 14.May
  • Hæ! Hó! með hælisleitendum
    Hæ! Hó! með hælisleitendum
    Fréttir 18.Jan
  • Hjólaferðir veturinn 2017 - 2018
    Hjólaferðir veturinn 2017 - 2018
    Fréttir 10.Oct
  • Hjólað óháð aldri blómstrar um allt land
    Hjólað óháð aldri blómstrar um allt land
    Fréttir 17.Aug
  • Týndi hlekkurinn; töfrandi rafmagnsreiðhjól!
    Týndi hlekkurinn; töfrandi rafmagnsreiðhjól!
    Fréttir 26.Feb

Hversu langt kemstu á 6 mínútum

Hjólafærni á Íslandi
Sesselja Traustadóttir
Sími:864 2776


hjolafaerni@hjolafaerni.is
Kennitala: 440411-2310



Vefur unninn af
Hugríki