Ástandsskoðun Dr. BÆK

Vorið er uppáhaldstími Dr. BÆK. Hjólin streyma úr vetrarhíðum og allir vilja hafa hjólið sitt í góðu standi. Þá er tilvalið að fá Dr. BÆK með tækin sín og tól á hjóladag í skólanum, á vorhátíðina nú eða til að ástandsskoða reiðhjól starfsmanna á vinnustöðum.

Dr. Bæk mætir með tæki og tól og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamannsins með sýnikennslu og óformlegum fyrirlestri við reiðhjól. Hentar minni hópum. Sýnd er þrif og stilling á stelli, bremsum og gírum og spurningum svarað.

Á vinnustöðum setjum við upp tímaskema þar sem starfsmenn skrá sig í stutta vitjun hjá doktornum með hjólið sitt, svo allt á að ganga þægilega og smurt innan vinnutímans.

Fyrirlestrar

Um árabil hefur Hjólafærni á Íslandi boðið fram skemmtilega og fræðandi fyrirlestra sem snerta hjólamenningu. Vinsælasti fyrirlesturinn okkar frá upphafi heitir Samgönguhjólreiðar, hugarfar og menning. Hann passar einkar vel með léttum hádegisverði á vinnustöðum, á kvöldfund félagasamtaka eða til kennslu í framhaldsskólum. Fjölmargir aðrir fyrirlestrar eru einnig í boði:

  • Samgönguhjólreiðar, hugarfar og menning.
  • Óbyggðirnar kalla og suður Jakobsstíginn.
  • Reiðhjólið.
  • Leiðsögn Dr. Bæk.
  • Lagarammi um hjólreiðar.

Námskeið Hjólafærni; hagnýt, fræðandi og skemmtileg

Við leggjum okkur fram um að skapa námskeið sem hentar hverjum og einum.Hjólafærni kemur með öll tæki og tól þangað sem þess er óskað.

Hjólum og verum klár!
Fyrirlestur og grunnviðgerðir.
    
Grunnnámskeið í viðgerðum og viðhaldi.
Ítarlegt grunnnámskeið í hjólaviðgerðum.

Hjólum og njótum á öllum aldri.
Upplifðu leyndardóma hjólreiðanna.
    
1 - 2 og læra!
Þriggja stöðva hraðleiðsögn í hjólaviðgerðum á 2 tímum.

Ráðgjöf og vottun

Hjólafærni býður skólum, vinnustöðum og ferðamannastöðum að vinna með þeim vottun um hjólavæni. 

Vinnustaðavottun
Hjólafærni bendir á lausnir um það sem betur má fara og veitir einnig ráðgjöf um gerð samgöngustefnu og samgöngusamninga.

Grunnskólavottun
Ráðgjafar Hjólafærni skoða umhverfi grunnskóla með starfsmönnum skóla eða sveitarfélaga. Aðstaðan fyrir þá sem koma á reiðhjólum er metin og tillögur að hjólahvetjandi umhverfi, verkefni og skipulag lagðar fram. 

Hjólavænn ferðamannastaður 
Gistiheimili, tjaldstæði og áningarstaðir ferðamanna geta óskað eftir hjólavænni vottun.

Starfsfólk Hjólafærni

Hér sést aðeins hluti þess góða fólks sem starfar fyrir Hjólafærni; starfsfólk.

Sesselja Traustadóttir
Sesselja Traustadóttir
Framkvæmdastýra Hjólafærni

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson

Darri Mikaelsson
Darri Mikaelsson

Birgir Birgisson
Birgir Birgisson

Haukur Eggertsson
Haukur Eggertsson

Örlygur Sigurjónsson
Örlygur Sigurjónsson

Hjólafærni á Íslandi
Sesselja Traustadóttir
Sími:864 2776


hjolafaerni@hjolafaerni.is
Kennitala: 440411-2310



Vefur unninn af
Hugríki