Cycling Iceland summer 2016 - Hjólakort og vefur

Heimasíðan cyclingiceland.is var opnuð á fögrum sumardegi 2016. 

Þar er að finna allt efnið af prentaða kortinu Cycling Iceland 2016 og auk efnis af eldri útgáfum.

Þetta er öflug upplýsingamiðlun á þörfum hjólandi ferðalanga; öll þekktri hjólaþjónustu á landinu; viðgerðarverkstæði, hjólabúðir, leigur og fleira. Nokkrir hjálpsamir einstaklingar eru merktir sem Bicycle repair enthusiast in emargency  Til þeirra má leita með biluð hjól og þeir gera hvað þeir geta til að aðstoða ferðalangana.

Á vefnum er til niðurhals listi í pdf yfir öll tjaldsvæði og hálendisskála á landinu. Á sjálfu kortinu eru öll tjaldsvæði landsins merkt inn og nafngreind. Þar er einnig tákn fyrir verslanir, sundlaugar, aðgengilegar náttúrulaugar, gistingu og matsölustaði. Þá er undirlag vega merkt inn á kortið og einnig hversu mikillar umferðar má vænta á vegum landsins. Brekkur eru teiknaðar inn með mismunandi litum eftir halla þeirra og eins er hægt sjá hvort farið sé niður eða upp þessa halla.

Kortið hefur fengið góða kynningu, bæði á innlendum og erlendum miðlum og er stöðug eftirspurn einstaklinga erlendis frá eftir kortinu. Starfsmenn þjónustumiðstöðva ferðamanna um allt land, hafa mikla velþóknun á kortinu – enda eitt besta fríkort sem hægt er að næla sér í fyrir ferðalag um landið.

Reykjavíkurkort sem sýnir góðar hjólaleiðir inn og út úr Höfuðborginni, kemur nýtt inn í ár og er aðalhöfundur þess Andreas Macrander.

Þá eru hjólaleiðir um Lakagígasvæðið dregnar fram sérstaklega, unnið af Hauki Magnússyni í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð og aðra höfunda Cycling Iceland kortsins. 

Kortið hefur verið frítt í dreifingu innanlands og er lögð megináhersla á að það sé aðgengilegt á tjaldsvæðinu í Laugardal, upplýsingamiðstöðvunum í Bankastræti og Aðalstræti í Reykjavík, sem og í upplýsingamiðstöðvunum í Hveragerði, Vatnajökulsþjóðgarði, Egilsstöðum, Hofi á Akureyri, Borgarnesi og Ísafirði. Það má panta með tölvupósti í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 864 2776.

 

Kortið frá 2015 er áfram aðgengilegt á netinu á slóðinni:

http://www.hjolafaerni.is/images/stories/Skjol/cycling-map-2015-net.pdf

Hjólafærni stýrir dreifingu á kortinu. Það má panta í síma 864 2776 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fjölmargir hafa lagt hönd á plóginn við útgátu þessa korts frá árinu 2013, þegar það kom fyrst út. Við hofum notið styrkja frá m.a. Vinum Vatnajökuls, Ferðamálastofu, Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Höfuðborgarstofu, ergo, Landsbankanum, Landssamtökum hjólreiðamanna, Reykjavíkurborg, Do The Right Mix, Vegagerðinni og Ferðamálahóp Borgarfjarðar.