Hjólafærni á Íslandi var formlega stofnað í mars 2011. Markmið félagsins er að starfa sem fræðasetur um samgönguhjólreiðar og vinna með fræðslu að eflingu samgönguhjólreiða á Íslandi. Þeim markmiðum höfum við frá fyrstu tíð stefnt að því að nálgast með jákvæðum kynningar- og samvinnuverkefnum sem vekja athygli á hjólreiðum, samvinnu við jafnt önnur hjólafélög, stofnanir og fyrirtæki í samfélaginu. Verkefni Hjólafærni hefðu aldrei náð flugi ef ekki hefði komið til stuðningur ótal einstaklinga, félaga, fyrirtækja og styrktarsjóða. Hér verður reynt að segja frá þeim helstu (og ef við gleymum einhverjum - sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.; og fyrirgefðu slóðaháttinn...)

Útgáfa á kortinu Cycling Iceland hefur hlotið styrki frá eftirfarandi:
 
Útgáfa á kortinu Public Transport hefur hlotið styrki frá eftirfarandi:
 
 
Ráðstefnan Hjólum til framtíðar er samstarfsverkefni Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna. Til þess að hún gangi vel, hafa ótal margir lagt í púkk. Stærstu styrkir ráðstefnunnar hafa komið frá eftirfarandi:
 
Hjólað óháð aldri hefur notið styrkja frá eftirfarandi:
Auk þess hafa hollvinasamtök hjúkrunarheimila um allt land, safnað fé til kaupa á hjólum í sinni heimasveit. 
 
Þróunarverkefnið Lautarferð í Laugardalnum, samstarfsverkefni Hjólafærni, Fossvogsskóla og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins fékk styrk úr Sprotasjóð.
 
 
Hjólaskóli Dr. Bæk hefur fengið styrkt frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. 
 
Við upphaf og innleiðingu á Hjólum í skólann, sem í upphafi varð til undir framgöngu Hjólafærni á Íslandi og fór síðar undir hatt ÍSÍ, fengust styrkir frá:
 
 
Verkefnið Hjólum.is var samstarfsverkefni undir verkstjórn Hjólafærni á Íslandi. Styrki í verkefnið settu eftirfarandi:
 
Í framhaldi af tilurð Hjólum.is varð vottun hjólavænna vinnustaða til og er kynnt á síðunni www.hjolavottun.is
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkti Hjólafærni til að leiða ríkisstofnanir í gegnum ferlið.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur styrkir einnig Hjólavottunina. 
 
Reykjavíkurborg og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa veitt Hjólafærni rekstrarstyrki
 
Aðrir styrkir sem vert er að nefna:
Landsbankinn - Umhverfisstyrkur til að greiða fyrir Dr. Bæk á vorhátíðum í 10 grunnskólum. 
Do the right mix - hjólahvatning á Íslandi

Hjólafærni á Íslandi bíður upp á ýmsa þjónustu
s.s. fyrirlestra, námskeið, ráðgjöf og skipuleggur hjólaviðburði.

 

1. Ástandsvottun Dr. Bæk

Dr. Bæk mætir með farandskoðunarstöðina sína og ástandsskoðar hjólin. Pumpar, smyr og skoðar bremsur og gíra. Hvert hjól fær sitt ástandsvottorð. Líka gott tækifæri til þess að spyrja hin ráðagóða doktor. Vinsælt fyrir vinnustaði og vorhátíðir alls konar.
Verð: fyrir 120 mín. og 1 Dr. Bæk er það 40.000 kr., fyrir 2 Dr. Bæk í sama tíma er það 74.000 kr., 17.000 hver tími umfram það per doktor.

 

2. Fyrirlestrar Hjólafærni 

Um 50 mín. fyrirlestrar um samgönguhjólreiðar, ferðalög og heilsu. Hentar framhaldsskólum og vinnustöðum vel, t.d. í hádeginu eða í fræðslutíma. Gott að vera með aðgang að skjávarpa.

Viðmiðunar verð: 52.000 kr.  Skólar njóta sérkjara.

 

3. Leiðsögn Dr. Bæk.

Dr. Bæk mætir með tæki og tól og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamannsins með sýnikennslu og óformlegum fyrirlestri við hjólið. Sýndar eru þrif og stillingar á stelli, bremsum og gírum og spurningum svarað. Þátttakendur geta mætt með sín eigin hjól og geta fengið leiðsögn í að gera hlutina sjálfir eða þá ástandsvottorð um heilsu hjólsins frá doktornum.
Verð fyrir 120 mín. og 1 Dr. Bæk: 40.000 kr.

 

4. Hjólum og verum klár.

Fyrirlestur um samgönguhjólreiðar og námskeið í hjólaviðgerðum á eftir; sprungið dekk, bremsur og gírar. Ein kvöldstund sem hefst með fyrirlestri. Síðan er kaffi og loks sýna tveir fagmenn og kenna dekkjaviðgerðir og einfalt viðhald á bremsum og gírum. Viðgerðakennslustofa sett upp á staðnum.
Tími: 4 klst. Verð: 118.900 kr. m.v. tvo kennara.

 

5. Kennsla í samgönguhjólreiðum á vettvangi.

Fámenn einkakennsla, 2 – 4 í hóp, þar sem hjólað er undir leiðsögn hjólafærnikennara á stígum og á götum. Kennsla í samgönguhjólreiðum hentar öllum sem vilja auka öryggi sitt á hjólinu og í umferðinni. Hentar vinnustöðum, fjölskyldum og vinahópum.
Tími: 90 mín. Verð: 40.000 kr., sem skiptist á þáttakendur.

 

6. Læra að hjóla.

Hjólafærni kennir hjólreiðar frá grunni börnum og fullorðnum. Það geta allir lært að hjóla! Kennsla er samkvæmt samkomulagi. Fámenn einkakennsla, 1-2 í hóp, þar sem kennt er að hjóla í þægilegu umhverfi. Möguleiki er á að fá lánuð hjól.
Verð: 19.900 kr. pr. klst. Hjól innifalið ef þarf. 

 

7. Reiðhjól 1, 2 eða 3 - grunnnámskeið í viðgerðum og viðhaldi.

Námskeið sem tekur um 4 tíma og kennd grunnatriði viðhalds og viðgerða á reiðhjóli þátttakenda. Farið er í stillingu á reiðhjólinu fyrir notandann, þrif og smurningu, gert við sprungið dekk, lagaðar bremsur og stilltir gírar. Það er gjarnan haldið á laugardegi eða eftir vinnudag og má halda á vinnustað eða í húsnæði sem Hjólafærni útvegar. Fjöldi á námskeiði er takmarkaður við fjóra. Ætlast er til að menn mæti með og vinni við eigið reiðhjól. Hver nemandi vinnur með reiðhjól og framkvæmir allt sjálfur sem þarf að gera. 

Verð er 19.900 kr. á mann m.v. 4 á námskeiði. Efniskostnaður ekki innifalinn ef þarf að skipta um varahluti.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Sesselja Traustadóttir, s. 864 2776 eða í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

HjólafærniHvað þýðir Hjólafærni fyrir umferð?

Hjólafærni miðar að því að auka öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og var fyrst kynnt á Íslandi á samgönguviku árið 2007. Í framhaldi af því hefur hópur áhugamanna um hjólreiðar unnið að því að koma Hjólafærni af stað á Íslandi, bæði með kynningum og námskeiðum.

 

Hjólafærni er upprunnin í Bretlandi og hefur notið feikilegra vinsælda þar í landi. John Franklin hefur verið talsmaður Hjólafærni í Bretlandi og kom til Íslands til að kynna verkefnið.

 

Hjólafærni er heildstæð stefna í menntun hjólreiðafólks þar sem hjólað er undir leiðsögn viðurkennds hjólakennara.
Hjólreiðaþjálfunin skiptist í þrjú stig eftir aldri, getu og reynslu.

 

 

 

Frá upphafi hefur verkefnið í kringum Hjólafærni hlotið nokkra styrki.

2007

Pokasjóður, styrkur fyrir komu John Franklin. Breskur sérfræðingur um Bikeability/Hjólafærni.

2008

Íslenski fjallahjólaklúbburinn, almennur styrkur til þess að koma á fót Hjólafærni á Íslandi

Menntasvið Reykjavíkur, almennur styrkur til umferðarfræðslu

Endurmenntunarsjóður grunnskóla, Menntamálaráðuneytið, hæsti styrkur ársins til þess að fá breskan hjólakennara til landsins að kenna íslenskum hjólreiðamönnum að kenna Bikeability/Hjólafærni

Þróunarsjóður grunnskóla, Menntamálaráðuneytið, styrkur til þess að koma í framkvæmd þróunarverkefninu Hjólafærni - hjólum og verum klár í umferðinni í Álftamýrarskóla 2008 - 2009

2010

Umhverfisráðuneytið, styrkur til Hjólafærni í grunnskólum

Forvarnarsjóður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, styrkur til þátttöku nemenda í grunnskólum í Bláfjallaferðum vor 2010

 

Stigin þrjú; byrjendur - lengra komnir - fullgildur!

 

Stig 1:
Grunnstig fyrir byrjendur á öllum aldri. Á þessu stigi er miðað við að þátttakendur kynnist hjólinu, þekki stillingar hjólsins og öryggisbúnað. Auk þess er gert ráð fyrir að þeir nái lágmarkshæfni í hjólreiðum svo sem að nota gíra rétt, geti stjórnað hjólinu af öryggi, geti litið í kringum sig, sleppt stýrinu með annarri hendi og gefið merki um beygju. Kennsla fer fram fjarri umferð og er fyrsta stigið undirbúningur áður en farið er út í umferðina.

 

Stig 2:
Byrjunarstig þar sem farið er yfir hvernig hjóla eigi í umferðinni. Þetta stig er fyrir alla sem hafa náð tilskyldum árangri á fyrsta stigi. Lágmarksaldur fyrir þátttöku á öðru stigi er 8 ára. Á stigi tvö er lögð áhersla á lykilatriði eins og að líta í kringum sig og athuga með umferð. Farið er yfir örugga stöðu hjólreiðamannsins á götunni. Kennt er hvernig byrja og enda eigi ferð og hvenær eigi að gefa merki til ökumanna í kring. Kennsla fer fram á rólegum umferðargötum.

 

Stig 3:
Lokastig hjólafærninnar sem felur í sér lengri hjólaferðir á stærri umferðargötum. Stig þrjú er einungis ætlað þeim sem hafa lokið stigi tvö, eru 12 ára og eldri og hafa öðlast reynslu og hæfni til að hjóla í umferðinni. Nauðsynlegt er að þekkja þær hættur sem eru í umferðinni og geta brugðist við þeim. Sá sem hefur lokið stigi þrjú telst vera fullgildur þátttakandi í umferðinni.

 

Cycling Iceland

Hjólakort fyrir Ísland

 

Cycling Iceland - Hjólakort fyrir Ísland

Þjónusta, almenningssamgöngur og öryggi hjólreiðamanna á ferð um landið

 

Public transport

Almenningssamgöngur á Íslandi

 

Public transport

Allar almenningssamgöngur á Íslandi í dreifbýli

 

Kennsla í hjólafærni

 

Fjölbreytt kennsla í hjólafærni

Sérhæfð námskeið fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir

 

Hjólum til framtíðar

 

Hjólum til framtíðar

Ráðstefnur Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna