Hjólafærni á Íslandi býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir
fyrirtæki og stofnanir sem vilja efla hjólreiðar.

Kynnið ykkur úrvalið í valmyndinni fyrir ofan

Andreas Macrender er stórkostlegur rannsakandi og manna fróðastur um almenningssamgöngur á Íslandi, tjaldsvæði og leggur feykilega mikið til í upplýsingaöflunina fyrir Cycling Iceland kortið. Hann fer allra sinna ferða á hjóli, gangandi, í strætó eða með skipum. 

Árni Davíðsson er líffræðingur og framhaldsskólakennari. Hann hefur notað reiðhjólið til samgangna á höfuðborgarsvæðinu frá 1987, fyrst á sumrin en seinna jafnt sumar og vetur. Árni notar einnig bíl, strætó og göngu til samgangna. Hann lauk bresku Bikeability námskeiði vorið 2008, sem markaði upphafið að starfi Hjólafærni á Íslandi. Yfir vetrarmánuðina leiðir Árni hjólaferðir frá Hlemmi, sem er samstarfsverkefni LHM og Hjólafærni. 

Darri Mikaelsson er einn af reynslumestu Doktorum Hjólafærni. Hann hefur starfað með okkur frá upphafi.  

Haukur Eggertsson er liðtækur Dr. Bæk, með munninn fyrir neðan nefið og hefur hjólað út um allt land og alla Evrópu. Hann býður upp á skemmtilegan ferðafyrirlestur.

Morten Lange er einn af stofnfélögum Hjólafærni á Íslandi. Hann sinnir einkum ráðgjöf fyrir félagið og erlendum samskiptum. 

Nina Ivanova er annar höfunda Cycling Icelands kortsins sem Hjólafærni gefur út. 

Ómar Smári Kristinsson er höfundur Cycling Iceland kortsins sem Hjólafærni gefur út. 

Sesselja Traustadóttir framkvæmdastýra Hjólafærni frá stofnun þess, hefur óendanlegan áhuga á samgönguhjólreiðum og virkum samgöngum. Sesselja er handhafi Samgönguviðurkenningar Reykjavíkurborgar árið 2014 fyrir frumkvöðlastarf. Hún hefur á liðnum árum farið um allt land og alla leið til Ástralíu með fyrirlestra, ástandsskoðun Dr. Bæk og kennt hjólviðgerðir á námskeiðum og í skólum.

Sólver Sólversson er einn af reynslumestu Doktorum Hjólafærni. Hann hefur starfað með okkur frá upphafi.  

Örlygur Sigurjónsson er einn af reynslumestu Doktorum Hjólafærni. Hann hefur starfað með okkur frá upphafi.  

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Hjólavottun - hjolavottun.is

Hjólafærni býður skólum, vinnustöðum og ferðamannastöðum að vinna með þeim vottun um hjólavæni. 

Vinnustaðavottun

Unnið er út frá vottun sem þróuð hefur verið meðal hjólreiðafélaga erlendis, aðlagað íslenskum aðstæðum. Vottunin felur í sér sjálfsmat, unnið af fulltrúa fyrirtækisins á aðstæðum fyrir starfsmenn og gesti og metið hversu hjólavænn vinnustaðurinn er, samkvæmt stöðlum sem Hjólafærni hefur útbúið.

Hjólafærni bendir á lausnir um það sem betur má fara og veitir einnig ráðgjöf um gerð samgöngustefnu og samgöngusamninga. 

Ráðgjafi Hjólafærni gerir reglulega stikkprufur, heimsækir fyrirtækið, skoðar aðstæður og metur hvort sjálfsmat fyrirtækisins standist eigið mat. 

Á síðunni hjolavottun.is er gátlisti til niðurhals og nánari leiðbeiningar um hvernig vottunin fer fram. 

Eins hvetjum við ykkur að senda fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja og ræða málin í s. 864 2776



Grunnskólavottun

Ráðgjafar Hjólafærni skoða umhverfi grunnskóla með starfsmönnum skóla eða sveitarfélaga. Aðstaðan fyrir þá sem koma á reiðhjólum er metin og tillögur að hjólahvetjandi umhverfi, verkefni og skipulag lagðar fram. Í tengslum við þessa ráðgjöf bjóðum við einnig endurmenntun fyrir starfsmenn skólans og kennslu fyrir nemendur í Hjólafærni.

Unnið er út frá reynslu og þekkingu starfsmanna Hjólafærni.

 

Hjólavænn ferðamannastaður 

Gistiheimili, tjaldstæði og áningarstaðir ferðamanna geta óskað eftir hjólavænni vottun. Það felur í sér sjálfsmat staðarins eftir matlista sem Hjólafærni lætur viðkomandi í té. Umsagnir gesta og stikkprufur Hjólafærni eiga síðan að tryggja að vottunin sé fullnægjandi. 

Um árabil hefur Hjólafærni á Íslandi boðið fram skemmtilega og fræðandi fyrirlestra sem snerta hjólamenningu. Vinsælasti fyrirlesturinn okkar frá upphafi heitir Samgönguhjólreiðar, hugarfar og menning. Hann passar einkar vel með léttum hádegisverði á vinnustöðum, á kvöldfund félagasamtaka eða til kennslu í framhaldsskólum. Fjölmargir aðrir fyrirlestrar eru einnig í boði. Rétt er að gera ráð fyrir um 45 mín fyrir ræðumanninn og nokkrar aukamínútur ef fundargestir eru líflegir í umræðum. Gott er að hafa aðgang að tölvu með usb tengi og skjávarpa. Hafið samband við Hjólafærni í s. 864 2776 eða sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að bóka fyrirlestur. Við búum til létta auglýsingu fyrir ykkur sem auðvelt er að áframsenda innan ykkar raða eða prenta út, til að minna á og kynna fyrirlesturinn.  

Samgönguhjólreiðar, hugarfar og menning.

Samvinna í umferð, hindurvitni hjólreiða, hjólaleiðir, hjólamenning, hjólafærni, aðbúnaður fyrir hjól, samgöngusamningar og fjölbreytni í samgöngum er spunnið saman á léttum nótum. Tilvalið á starfsmannafundi, í Lionsklúbbinn og á foreldrafundina. Fyrirlesari Sesselja Traustadóttir eða Árni Davíðsson.                    

Óbyggðirnar kalla og suður Jakobsstíginn.

Undur íslenskrar náttúru og Jakobsstígurinn frá Frakklandi til  Santiago de Compostella á Spáni eru Hauki vel kunn. Hann segir skemmtilega frá og fer yfir undirbúning fyrir langferðir á hjóli, hvort heldur er innanlands eða utan.  Hver er munurinn á að hjóla á Íslandi og erlendis? Hvert sem farið er, er lykillinn að vel heppnaðri hjólaferð, góður undirbúningur. Fyrirlesari Haukur Eggertsson.

Reiðhjólið.

Fyrirlestur og sýnikennsla um reiðhjólið. Farið yfir val á hjóli og að stilla stell, hnakk og stýri. Helsta viðhald; að smyrja, þrífa, pumpa, skipta um bremsupúða, stilla gíra. Útbúnað á reiðhjólinu, val á fatnaði, vetrarhjólreiðar. Leiðaval. Þetta er praktiískur fyrirlestur sem hentar vinnustöðum vel í hádeginu eða í fræðslutíma. Notað er reiðhjól sem sýnitæki og því ekki þörf á myndvarpa eða tækjum. Fyrirlesari Árni Davíðsson eða NN.                                               

Leiðsögn Dr. Bæk.

Dr. Bæk mætir með tæki og tól og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamannsins með sýnikennslu og óformlegum fyrirlestri við hjólið. Sýndar eru þrif og stillingar á stelli, bremsum og gírum og spurningum svarað. Þátttakendur geta mætt með sín eigin hjól og geta fengið leiðsögn í að gera hlutina sjálfir eða þá ástandsvottorð um heilsu hjólsins frá doktornum. Leiðbeinandi er Árni Davíðsson eða NN.                                                                     

Lagarammi um hjólreiðar.

Sérhæfður fyrirlestur um lagarammann um hjólreiðar. Hvaða lög gilda og hvað segja þau. Munurinn á íslenskum lögum og helstu erlendu lögum. Hvar liggur óvissa í lagatúlkun. Fyrirlesari Árni Davíðsson.                                                                                                           

Allar almenningssamgöngur á eitt kort og vefur

Hjólafærni hefur um árabil gefið út kortið Public Transport, fyrir sumarumferð á landinu í samvinnu við Hugarflug. Þar eru allar almenningssamgöngur innanlands settar saman í beinulínukort, rútur, ferjur og flug. Við hlið kortsins eru allar upplýsingar um þá sem þjóna hverri leið, nöfn fyrirtækjanna, símanúmer hjá þeim og slóð á heimasíður þeirra. Mismunandi litir eru notaðir til þess að greina á milli þjónustuaðilana á kortinu.

Jafnframt hefur vefurinn www.publictransport.is verið opnaður. Þar er kortið gert gagnvirkt og með því að smella á línurnar, númer leiðanna eða áningastaðina, fer notandinn áfram á frekari upplýsingar um það sem beðið er um.
 
Með útgáfunni var brotið blað í miðlun upplýsinga um samgöngutækifæri í landinu og hugmyndum um umhverfisvæna ferðamáta. Kortið nýtur mikilla vinsælda á meðal þeirra sem sinna ferðaþjónustu í landinu. Það er prentað í eigin bæklingi, auk þess sem það er einnig birt í Áningu, Á ferð um Ísland og á hjólakortinu Cycling Iceland. 

Vegagerðin, Ferðamálastofa og þjónustuaðilarnir sem koma við sögu á kortinu hafa allir styrkt þessa vinnu.

Fyrir árið 2018 verður eingöngu prentað vinnukort fyrir upplýsingaþjónustur landsins á A-4, 300 g pappír með íslenska og enska kortinu. Einnig verður til aðeins stærra kort til upphengingar.   Hjólafærni stýrir dreifingu á kortinu. Það má panta í síma 864 2776 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við mælumst til þess að ferðamenn hlaði kortinu niður á sína snjallsíma - hér fyrir neðan eru kortin í pdf á íslensku, ensku og þýsku. Einnig er QR kóði á kortinu. Kortið er prentað í nokkra ferðabæklinga; Áningu og Á ferð um Ísland og vísum við þangað ef fólk vill vera með útprentað eintak við höndina. 
Hér er heildarkortið fyrir árið 2018 í PDF skjali: 

Almenningssamgöngur fyrir 2018 á íslensku

Public transport 2018 á ensku

Public transport 2018 á þýsku

Hér má enn sjá eldri útgáfur af kortinu:

Almenningssamgöngur sumarið 2017 á íslensku

Public transport summer 2017 in English

 

Vorið er uppáhaldstími Dr. BÆK. Hjólin streyma úr vetrarhíðum og allir vilja hafa hjólið sitt í góðu standi. Þá er tilvalið að fá Dr. BÆK með tækin sín og tól á hjóladag í skólanum, á vorhátíðina nú eða til að ástandsskoða reiðhjól starfsmanna á vinnustöðum.

Ástandsskoðun DR. BÆK.
Hjólin eru ástandsskoðuð; farið yfir bremsur, gíra og skyldubúnað reiðhjólsins. Doktorinn gefur út skoðunarvottorð og þar kemur fram, ef eitthvað þarf að gera á verkstæði eða kaupa á hjólið.      
Best er að eigandi reiðhjólsins fylgi því til doktorsins og fái persónulega leiðsögn um gott ástand hjólsins á meðan það er yfirfarið.    
Loftþrýstingur í dekkjum, smurning á keðju, stilla gíra og bremsur, hjálm og hjólastell; allt einfaldir og góðir hlutir að kunna og hafa þá náttúru að gera hjólreiðarnar mun ánægjulegri, séu þessi atriði í lagi.     
Á vinnustöðum setjum við upp tímaskema þar sem starfsmenn skrá sig í stutta vitjun hjá doktornum með hjólið sitt, svo allt á að ganga þægilega og smurt innan vinnutímans.     
    
Leiðsögn Dr. Bæk.    
Dr. Bæk mætir með tæki og tól og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamannsins með sýnikennslu og óformlegum fyrirlestri við reiðhjól. Hentar minni hópum. Sýnd er þrif og stilling á stelli, bremsum og gírum og spurningum svarað. Leiðbeinandi er Árni Davíðsson eða NN.
    
Um Doktor BÆK    
Dr. BÆK er einn vinsælasti faranddoktor landsins sem einbeitir sér að heilsu reiðhjóla landsmanna. Nafn hans stendur fyrir Búnaður - Æfing - Kunnátta, þó vissulega megi greina engilsaxnesk áhrif í nafngiftinni með vísan til orðsins BIKE sem þýðir jú reiðhjól á ensku.

Hér er stutt grein um Doktor Bæk á heimasíðu Íslenska fjallahjólaklúbbsins.

Dr. Bæk - vorboðinn ljúfi

Í kennsluleiðbeiningum Hjólum og njótum, á bls. 9, eru skoðunarvottorð sem öllum er frjálst að nota.

Hjólum og njótum, kennsluleiðbeiningar     

Ráðstefnur Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna.

 

Upptökur og glærur af fyrri ráðstefnum eru aðgengilegar á vef LHM:

Hjólum til framtíðar 2019 – og göngum'etta

Hjólum til framtíðar 2018 - Veljum fjölbreytta ferðamáta

Hjólum til framtíðar 2017 - Ánægja og öryggi

Hjólum til framtíðar 2016 - Hjólið og náttúran

Hjólum til framtíðar 2015 - Veljum, blöndum & njótum

Hjólum til framtíðar 2014 - Okkar vegir okkar val - upptökur og slæður

Hjólum til framtíðar 2013 - Réttur barna til hjólreiða - upptökur og slæður

Hjólum til framtíðar 2012 - Rannsóknir og reynsla - upptökur og slæður

Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi 2012 - Málþing - upptökur og slæður

Hjólum til framtíðar 2011 - Efling hjólreiða - upptökur og slæður

 

Svona byrjaði þetta allt saman hjá okkur...

Árið 2010 fóru bæði Sesselja Traustadóttir og Morten Lange til Kaupmannahafnar og tóku þátt í VeloCity global ráðstefnunni. Upp úr þeirri ráðstefnuþátttöku spunnust síðan hugmyndir og tengingar við leiðandi fólk sem starfaði við eflingu hjólreiða um víðan völl.
Strax um haustið kviknaði sú hugmynd að vera með okkar eigin ráðstefnu í Reykjavík. Hjólreiðum óx ásmegin, æ fleiri völdu hjólið til samgangna, sem var eðlilegt; "hið svokallaða hrun" kallaði á ný viðhorf og nýjan lífsstíl almennings í landinu.

Við sóttum um styrk til Reykjavíkurborgar. Þegar hann kom í hús, var ekki aftur snúið. Ákveðið var að halda ráðstefnuna "Hjólum til framtíðar" föstudaginn í Evrópsku samgönguvikunni árið 2011.
Opinberar stofnanir, ráðuneyti, sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök, tóku höndum saman og við áttum stórskemmtilegn dag saman í Iðnó. Þrír erlendir fyrirlesarar, íslensk erindi og söngur, fylltu dagskrána og að lokum var klikkt út með "Hjólaskálinni", viðurkenning okkar sem stöndum að ráðstefnunni til handa þeim sem skarar fram úr hjólaeflingu - í boði borgarinnar.

Bara örfáum vikum síðar var kominn fullur skriður á undirbúning fyrir málþingið "Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi" sem haldið var í húsnæði Eflu að Stórhöfða. Glettilega fjölbreytt dagskrá með erlendum og innlendum erindum, sem urðu jafnframt kveikjan að enn fleiri verkefnum eins og umsókn Íslands að EuroVelo hjólaleiðanetinu.

Haustið 2012 var haldið áfram með Hjólum til framtíðar. Allt gert eins og síðast; erlend og innlend erindi í bland. Þemað var valið Rannsóknir og reynsla.

Árið þar á eftir var hjólreiðaþátttaka barna sett í forgrunn; Réttur barna til hjólreiða. Það var valið út frá VeloCity global ráðstefnunni í Vancover, þar sem réttindi barna til hjólreiða voru undirstrikuð með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Löngu þarft og mikilvægt verkefni á Íslandi; að skoða hvernig hlúð er að börnum á hjólum og þeim tryggður rétturinn til að njóta þess að hjóla.

Á síðasta ári fylgdum við þema Evrópsku samgönguvikunnar; Okkar vegir - okkar val. Klaus Bondam, formaður Cyklisforbundet í Danmörku, var aðalgestur ráðstefnunnar. Honum og hinum tveimur erlendu gestum okkar var sannarlega vel tekið og fóru þau öll á tvær ráðstefnur með erindi sín; alls þrjár ólíkar ráðstefnur í samgönguvikunni, tileinkaðar orku og samgöngum. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, átti einkafund með Bondam - sem var sniðugt hjá Degi; Klaus Bondam var nefnilega umhverfisborgarstjóri í Kaupmannahöfn í kringum 2010 og átti mörg góð ráð uppi í erminni handa Reykjavíkurborgarstjóranum.

Allar þessar ráðstefnur hafa verið teknar upp, bæði með hljóði og eins hefur Ferðamálastofa séð til þess að þær hafi verð aðgengilegar á netinu í beinni útsendingu á meðan á þeim stendur. Magnús Bergsson hefur séð um hljóðupptökur og Páll Guðjónsson síðan séð til þess að öll erindin á öllum ráðstefnunum, eru opin og til hlustunar með slæðum höfunda hvers og eins á vef Landssamtaka hjólreiðamanna. Þetta efni er ómetanlegur gagnabanki í allri hugsun og mótun til hjólandi framtíðar.

Námskeið Hjólafærni; hagnýt, fræðandi og skemmtileg
    
Hjólum og verum klár! Fyrirlestur og grunnviðgerðir.

Námskeiðið hefst á fyrirlestri um samgönguhjólreiðar og eftir hann er farið í hjólaviðgerðir. Hjólafærni leggur til öll verkfæri og búnað fyrir viðgerðakennsluna. Þetta er gjarnan ein kvöldstund með einu nestishléi. Viðgerðaþátturinn er kenndur af tveimur kennurum og miðað er við að hver kennari sé ekki með fleiri en 6 nemendur. Kenndar eru dekkjaviðgerðir og einfalt viðhald á bremsum og gírum. Farið yfir að pumpa í dekk og hvernig á að smyrja og þrífa hjólið. Menn geta komið með eigin hjól og fengið leiðsögn með það. Fara er yfir stillingu hjólsins fyrir hvern og einn.
Námskeiðið tekur alls 4 klukkustundir og hægt að koma með það nánast hvert sem er. Það þarf að vera tölva og skjávarpi þar sem fyrirlesturinn fer fram og svo þarf rúmgott gólfpláss þar sem hægt er að setja upp viðgerðakennsluna. Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi og vinni með sín eigin reiðhjól.  
    
Grunnnámskeið í viðgerðum og viðhaldi. Ítarlegt grunnnámskeið í hjólaviðgerðum.

Á þessu námskeiði er áherslan á ítarlegri grunnviðgerðir og viðhald reiðhjóla. Byrjað er að skoða stillingu á reiðhjólinu fyrir notandann. Stellstærð metin fyrir hann og hnakkur og stýri aðlagað að notandanum. Næst er farið í þrif á hjólinu og það smurt á viðeigandi hátt. Síðan er gert við sprungið dekk. Fram og afturhjól losuð af, dekk tekin af gjörð, gert við sprungna slöngu og allt sett saman aftur.
Því næst eru bremsur lagaðar.Skipt um bremsupúða og bremsupúðarnir stilltir að gjörð. Viðnám í börkum skoðað og hvenær ætti að skipta um vír og barka fyrir bremsur og gíra. Að lokum er farið í galdraverk gíranna. Gírarnir lagaðir og stilltir. Hvenær þarf að stilla gíra? Litið á slit í keðju og krans/kassettu athugað. Hvenær þarf að skipta um keðju og krans/kassettu?
Námskeiðið tekur um 4 tíma og hentar vel frídegi eða eftir vinnudag. Það má halda á vinnustað eða í húsnæði sem Hjólafærni útvegar. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 6 á námskeiði pr. kennara.  Gott er ef þátttakendur mæti með og vinni við eigið hjól. Hver nemandi vinnur með reiðhjól og framkvæmir allt sjálfur sem þarf að gera.

Hjólum og njótum á öllum aldri. Upplifðu leyndardóma hjólreiðanna og hjólaðu undir leiðsögn um nærumhverfi þitt.

Tilvalið fyrir minni hópa sem vilja prófa sig áfram á reiðhjólum um nærumhverfi sitt. Kennari Hjólafærni hittir hópinn á fyrirfram ákveðnum stað. Stuttlega farið yfir stillingar á hjólinu, pumpað í dekk og keðjur smurðar. Síðan er hjólað eftir skemmtilegum leiðum og leiðbeint um hjólaumferð á stígum og stöðu reiðhjólsins á götunni.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu á sínum eigin reiðhjólum og klæddir eftir veðri. Námskeiðið tekur rétt um 3 tíma og fjöldi þátttakenda geta verið á bilinu 4 - 10 á hvern kennara.
    
1 - 2 og læra! 3ja stöðva hraðleiðsögn í hjólaviðgerðum á 2 tímum.

Á þessu hraðnámskeiði fer fram sýnikennsla á þremur stöðvum, 20 mín. á hverri stöð. 1. Gert við sprungið dekk. 2. Skipt um bremsupúða og bremsur stilltar og 3. Gírar stilltir.
Eftir að þátttakendur hafa farið á milli allra stöðvanna fá þeir tækifæri til að koma með sín eigin reiðhjól og fá persónulega leiðsögn um það sem þeir vilja laga á sínum eigin reiðhjólum.

Um námskeiðin

Við leggjum okkur fram um að skapa námskeið sem hentar hverjum og einum. Sendið fyrirspurnir til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringið í síma 864 2776. Stéttarfélög taka mögulega þátt í kostnaði launþega. Við bendum þáttakendum á að kanna sinn rétt hjá sínu stéttarfélagi. Hjólafærni kemur með öll tæki og tól þangað sem þess er óskað. Það þarf að vera gott gólfpláss til staðar og aðgengi fyrir reiðhjólin. Viðmið í fjölda þátttakenda er 6 nemendur á hvern kennara.
    
Kennarar á námskeiðum Hjólafærni eru:    
Árni Davíðsson    
Sesselja Traustadóttir    
Örlygur Sigurjónsson    
Sólver Sólversson   

Subcategories

Hjólafærni

Ýmsar fréttir úr starfsemi Hjólafærni Íslandi.

Korterskort

akranesthumbVið ættum öll að hreyfa okkur daglega. Menn tala um að eðlileg hreyfing fyrir hrausta manneskju sé á við 10.000 skref. Það eru rétt um 7 km í göngu innanbæjar. Með því að ganga eða hjóla í korter tvisvar sinnum á dag erum við að hreyfa okkur eins og Embætti landlæknis leggur áherslu á - sem lágmarkshreyfing dags daglega. 

Heimasíðan www.bikecitizens.net er bráðskemmtileg til að finna hjólaleiðir og segja til um tímann sem tekur okkur að hjóla. Hér er hlekkur sem færir þig beint á aðstæður í Reykjavík

Hjólafærni vill gjarnan að íbúar á hverjum stað vinni að framgangi hjólreiða hjá sér. Eitt af því sem hægt er að sýna er hvað fjarlægðir eru í raun og veru stuttar í borgum og bæjum landsins og að það tekur ekki langan tíma að hjóla sinna ferða.

Hér að neðan eru "korterskort" eða "6 mínutna kort" af nokkrum sveitarfélögum landsins. Þau sýna þann geisla eða radíus sem má hjóla út frá miðju á 6 eða 15 mínútum á hverjum stað. Þessi kort mega allir hagnýta sér en geta þarf heimildar.

Til að vista skal hægri smella á mynd og velja "vista mynd sem" eða "save picture as" og velja stað til að vista myndina.

Kortin eru frá Samsýn af vef Ja.is og eru birt með góðfúslegu leyfi þeirra.

Samsýn logo

 

 

Cycling Iceland

Hjólakort fyrir Ísland

 

Cycling Iceland - Hjólakort fyrir Ísland

Þjónusta, almenningssamgöngur og öryggi hjólreiðamanna á ferð um landið

 

Public transport

Almenningssamgöngur á Íslandi

 

Public transport

Allar almenningssamgöngur á Íslandi í dreifbýli

 

Kennsla í hjólafærni

 

Fjölbreytt kennsla í hjólafærni

Sérhæfð námskeið fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir

 

Hjólum til framtíðar

 

Hjólum til framtíðar

Ráðstefnur Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna