Hjólafærni býður nú aukið framboð af fyrirlestrum og fyrirlesararnir eru fleiri.

Boðið er upp á ýmiskonar erindi. Meðal annars um hjólaferðalög innanlands sem utan, heilsuáhrif hjólreiða, sjónarhorn verkfræðings og móður sem hjólar, lagaramma hjólreiða auk hins sívinsæla erindis um samgönguhjólreiðar.

Fyrirlestarnir eru kynntir hér: http://hjolafaerni.is/fyrirlestrar

Þeir henta vel sem hádegisfyrirlestrar og á fundi ýmisskonar og taka um 30-45 mín í flutningi. Gert er ráð fyrir aðgengi að tölvu með usb tengi, skjávarpa og endurvarpstjaldi fyrir slæðusýningar.

|